Örlagadagur-Bubbi og rafmagn.....

Það væri kannski ekki úr vegi að rita hérna einhverjar línur svona í tilefni dagsins Smile

Ekkert kannski spes dagur að neinu leyti, nema mætti segja að þetta væri örlagadagurinn hennar Söndru minnar Errm

Kom heim í kvöldmat áðan og tilkynnti mér það að hún hefði orðið fyrir bíl á hjólinu !!

Þannig var nú mál með vexti að hún ákveður það að fara í hjólatúr með vinkonu sinni í dag.. okei allt í lagi með það EF hún yrði  bara hérna í hverfinu og með HJÁLM !!

Já já það var ekkert mál og út fór hún.

Nema það, að það er obbosslega erfitt að hlýða því sem manni er sagt og brunað uppá höfða á Dominos til að gúffa í sig eins og nokkrum brauðstöngum svona í forrétt Shocking

Svo á leiðinni heim þá brunar hún yfir götuna, reyndar á göngubraut en á rauðum karli og búmmm....

Hún útskýrði þetta nú ekkert vel fyrir mér, en konan sem lenti í þessu, hringdi í mig áðan og talaði við mig.

Hún s.s. lendir á frambrettinu og dettur í götuna og bíllinn keyrði yfir framdekkið á hjólinu og hjólið skelltist utan í bílinn og barasta öll hliðina á honum ónýt...

Kannski best að aka það fram að Sandra stóð bara upp strax og meiddist ekkert alvarlega, nokkrar skrámur og smá verkur í hendinni....

Konan greyið fékk algert sjokk og ætlaði bara að hringja á sjúkrabíl og þorði ekki að fara útú bílnum, því að hún hélt að Sandra væri bara stórslösuð eða eitthvað annað verra, en maðurinn sem var með henni í bílnum fór nú út strax og ath með hana, eins og bíllinn fyrir aftan þau.

Þau hringja á lögguna, hún kemur og tekur skýrslu af söndru og konunni og tekur myndir af bílnum og allt það, og sagði að hún væri nú bara heppin að vera á lífi, hún hefði nú bara aldrei séð neinn bíl jafn mikið skemmdan eftir svona óhapp Frown

Og svo af því að dóttir mín er svo mikil gelgja þessa dagana og útlitið skiptir soldið miklu máli, þá var stelpuskömmin bara með hjálminn á stýrinu á hjólinu takk fyrir og fékk hún skömm í hattinn fyrir það frá löggunni !

Eins gott segi ég nú bara að ekki fór verr, þetta er þvílík heppni og hefur hún verið með einhvern góðan verndarengil yfir sér þessa stundina....

Þegar konan hringdi í mig áðan,þá þekkti ég hana strax,því hún er fastakúnni hjá okkur og ég sagði bara ****** ertu að keyra yfir barnið mitt? Henni brá nú soldið greyinu,því hún þekkti ekki Söndru, en hún var búin að vera í þvílíku sjokki greyið og ómugleg eftir að þetta gerðist, en ég sagði henni nú bara að slaka á ,þetta hafi nú bara verið slys og enginn meiddist, sem væri nú fyrir öllu.

Það er ekki nóg að taka hjálminn með sér, heldur þarf maður að NOTA HANN !!!

En jæja í annað.... Lubbi skorteins í Köben 18 okt Hell yeahh beibí Grin

Búið að bóka og nú er bara að bíða í rúmt hálft ár hehehe Wink

Ætla að skella mér með Sollu, hafa það gott, drekka öl, versla kannski oggupínuponsupons í H&M, kíkja á Klámbúllurnar á Estegade, drekka meiri bjór, kíkja á kónginn, drekka meiri bjór og hafa gaman Cool og drekka svo örlítið meiri bjór.. híhí

Förum á Fimmtudegi um hádegið og komum heim á Sunnudagskvöldinu.. eigum eftir að redda hóteli eða einhverju sambærilegu svona til að sofa úr sér yfir blánóttina og geyma H&M pokana fyrir okkur hehe Whistling

En að öðru.... hvernig fór fólk að í gamla daga með ekkert rafmagn? ég bara spyr

Þetta er bara fáranlegt hvað maður er háður þessu.... eins og kannski flestir vita þá varð rafmagnslaust hérna í grafarvoginum meðal annars i dag og auðvitað lentum við í því....en ekki hvað...

Karlinn var að vinna en lokaði bara á meðan þar sem ekkert útlit var fyrir rafmagn á næstunni og kom heim.. já sææælllll

Hvað gátum við gert ?? EKKERT

Ekkert net, sjónvarp, gat ekki þvegið né soðið vatn handa kútnum mínum, gátum ekki farið í bíltúr því bíllinn var inní bílskúr og hurðin með rafmagnsopnara, svo var ég alltaf að kveikja öll ljós allstaðar og settist niður og ætlaði á netið.. gat farið í kapal í tölvunni, leikið við karlinn, hlustað á útvarpið í símanum mínum og skoðað kökubækur jeiiii þvílíkt gaman Whistling

Mikið var ég feginn þegar rafmagnið kom aftur úfffff

Þetta er massa ritgerð hjá mér og ég bara held að ég sé hætt í bili Heart

Luv Dóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið um að vera hjá þér Dóra mín

Það er 1 apríl dag og maður er með varann á sér í dag, þannig að maður spyr sig er þessi saga sönn með hana Söndru Jú ég hugsa að engin mamma myndi nú spinna svona sögu um barnið sitt þannig að ég trúi þessu og vá hvað stelpan var heppin segi ekki annað, eins gott bara

Það verður e-ð stuð í Köben örugglega ef ég þekki mína rétt, allavega miðað við hvað á að svolgra í sig miklum bjór 

Bless í bili

Silla (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:55

2 identicon

Hahahah, ansi góð saga  með rafmagnið. Guð forði manni frá þvi að þurfa að fara tala ehvað við kallana sína hahaha, en jú þetta er rétt, maður verður alveg fatlaður, ég einmitt í einu rafmagnsleysi hérna fyrir nokkru æltaði þá bara að setjast í tölvuna og kíkja á netið til að drepa tímann hehehe, maður er alveg fattlaus stundum

Gott að hún nafna mín slasaðist ekki, vonandi kennir þetta henni að vera með hjálminn á höfðinu sínu.

Sandra Birgis (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Sig
Halldóra Sig
Stolt 3ja barna móðir sem ætlar að bulla hér um allt og ekkert..aðallega ekkert
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband