Dóra the baker- eða ekki :Þ

Byrjum á síðustu helgi Wink

Fórum til Sollu og Arnars og grilluðum saman, drukkum bjór og hvítvín, rauðvín og allt annað sem að kjafti kom Whistling  Spiluðum á gítar, sungum og  höfðum gaman og svo skelltum við Solla okkur í bæinn.. testuðum Tunglið, fórum á Sálina á Naza og enduðum á Apótekinu þar sem okkur var hent öfugum út kl 6.30 Tounge

Tókum Taxa þegar við vorum orðnar eins og snjókarlar um 7 og mikið var gott að komast í bælið úffff... ár og aldir síðan ég fór í bæinn síðast og belive me, maður er ekki að missa af miklu.. gaman að skreppa samt aðeins Smile

Karlinn rölti svo til þeirra aftur á Sunnudeginum með Aron og leyfði byttunni aðeins að lúlla sér á meðan þeir horfðu á leikinn... skrapp svo þangað, soldið þunn og fórum svo bara heim í pizzu Tounge

Á Mánudeginum komu Sandra og íris með Úlfar og Fróða í heimsókn.. Sandra skellti bara í köku þegar hún kom og Íris kom með bakkelsi. Sátum svo að snæðingi bara og strákarnir léku sér saman og slógust um aparóluna Wink

 

c_users_eddy_pictures_april_2008_img_9005_505562.jpg

Miðlingurinn minn átti 6 ára afmæli á Þriðjudeginum og fékk hún sína langþráðu línuskauta í gjöf frá okkur... Fór út þegar hún kom heim úr leikskólanum með pabba sínum að prófa þá og þótti það mjög gaman LoL

 

Aron minn nældi sér i hor og kvef lillinn á Miðvikudaginn og er búinn að vera ansi pirraður og sofið illa á nóttunni greyið, og þar af leiðandi ég líka Frown

Fór með hann uppá vakt í gær og hann allur skoðaður en ekkert fannst í eyrum eða neitt,þannig að þetta gengur vonandi fljótlega yfir....

 

 

Þegar ég kom heim beið mín Kitchen Aid hrærivélin sem ég er búin að bíða eftir síðan ég byrjaði að búa eða s.s í 16 ár Wink Maðurinn minn var eitthvað farinn að vorkenna mér og mínum handþeytara eitthvað sem ég hef notað 16 ár takk fyrir.. fékk hann einmitt í innflutningsgjöf frá ömmu þegar ég var 16 ára ... Hann er nú búinn að standa fyrir sínum og búa til nokkrar kræsingarnar Grin

Mín byrjaði svo í gær að baka aðeins og gekk bara vel nema svo í dag þá klúðraði ég 4 marengs botnum, en það hefur bara ekki skeð hjá mér og mínum handþeytara.. annað hvort þeytti ég of lengi eða stutt.. er ekki að skilja þetta alveg Blush

Er búin að halda áfram að baka í kvöld og það hefur bara gengið vel, ég bara hætti við þessa leiðindaköku Devil ljóta kaka !

En jæja, best að fara að lúlla sér,nóg að gera á morgun og Ása hættu þessu bulli (losna ekki við hana úr símanum) Múahahaha LoL

Over and out

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá æðislegt að fá Kitchen Aid - Mig langar á svoleiðis..

En já það var rosa gaman að hitta ykkur og litlu snáðana, er búin að tala við Úlfar um að hætta vera svona mikill vargur n hann hlustar ekkert á mig..

SJáumst bráðum

kv Íris

Íris Arnlaugs (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:24

2 identicon

Hahahahaha

var ég að trufla þig við að blogga esskan?? :) djöfulsins ónæði alltaf hreint í manni :D

Efast nú ekki um að veislan í dag hafi verið eins og fermingarveisla, eins og venjulega þegar þú átt í hlut ;) þó svo að þú hafir náð að klúðra einhverjum botnum :)

knús í köku :)

Ása (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:05

3 identicon

til hamingju með hjálparhelluna nýju

alveg ótrúlegtklúðra 4 botnum, kemur sífellt á óvart Dóra mín

æj ég er að djóka, þú ert bakarameistari af guðs náð

bless í bili

Silla (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Sig
Halldóra Sig
Stolt 3ja barna móðir sem ætlar að bulla hér um allt og ekkert..aðallega ekkert
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband