9.5.2008 | 20:59
Heilsa og aftur heilsa !
Jæja góðan og blessað daginn allan daginn
Þessa dagana snýst allt um að ná þessum aukakílóum af sér, hugsa aðeins um sjálfan sig, borða hollt og hafa gaman...
Byrjaði LOKSINS í ræktinni núna fyrir alvöru 28 apríl og er búin að setja mér markmið að vera búin að losa mig við 6.5 kíló fyrir 1 júní Soldið hátt já ég veit, en mér bara skal takast það
Fór í mælingu í morgun og þá voru fokin 3.2 kíló mér til ómældrar ánægju og eru þá 3.3 eftir á 3 vikum... mér hlýtur að takast það, andsk hafi það
Mig langaði svoo í útilegu um helgina áður en ég sá spánna.. rigning, rigning og aftur rigning !!! Geðveikt eða þannig
Eini staðurinn sem reyndar er búið að opna eru Hellishólar, stutt að fara og góða aðstaða, en ekkert rosalega gaman að fara með 2 börn í þessu veðri,þó maður sé með fellihýsi.. sé fyrir mér að sitja þar alla helgina með börnin inni og er ekkert voða spennt fyrir því Sjáum til hvað setur... er alveg til í bara eitt sumarhús þar í eina nótt, bara til að komast aðeins í burtu í annað umhverfi og hafa það kósy með öl eða eitthvað gott...
Svona smá sumarfílingur að hellast yfir mann þegar sólin lætur sjá sig, fórum með Aron í sund í fyrsta skipti um daginn og fannst honum það bara mjög gaman og var rosa stilltur. Skellti honum aftan á hjólið mitt um daginn í stólinn og hjólaði uppí vinnu með hann og pabbinn tilbaka... ekki langt, gott veður og hann skríkti af ánægju mest allan timann, fannst þetta mjög svo spennandi
Elska að prófa svona nýtt með honum og sjá hvernig hann verður... t.d setti ég hann í bílstóllinn hennar Guslu um daginn,og honum fannst það mjög spennandi og liggur við brosti allan tímann og þurfti að skoða allan heiminn
En jæja, má ekki vera að þessu lengur, kreisý í sólinni og heyri í mér fljótlega aftur
Over and out
Dóra heilsufrík
Tenglar
Börnin
- Aron Ernir
- Guðlaug Birta
- Sandra Sif
- Sölvi Fannar
- Sóley Dögg
- Tvíbbarnir Sindri Snær og Sara Ósk
- Tvíburabræðurnir Magnús og Aron
- Kristófer Svavar frændi
- Ásta María frænka
Bloggarar
Afþreying
síður sem ég skoða reglulega
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með flottan árangur, þú getur allt ef þú ætlar þér, það er alveg á hreinu.
Markmiðið er soldið hátt, farðu þér bara ekki á voða góða mín;)
Silla
Silla (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:24
Iss og pisss... fer létt með þetta
Dóra (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.