Loksins loksins...

Það voru þung skref, en engu að síður góð skref þegar ég loksins aulaðist í ræktina áðan. Er ekkert smá fegin að hafa drifið mig Happy

Var búin að ákveða það í morgun að ef ég yrði betri í hálsinum(vöðvabólga) þá skyldi ég nú bara drulla mér og ekkert múður! Svo var hringt frá leikskólanum kl 15 í dag og okkur tilkynnt að Guðlaug væri orðin lasin,þannig að ég varð bara voða "fegin", því þá "kæmist" ég ekkert í ræktina Blush Haldiði að maður sé í lagi EÐA HVAÐ? Whistling

En sem betur fer þá varð múslan mín bara hress fljótlega og vildi endilega drífa sig í ræktina með mömmslu sinni, þannig að við bara drifum okkur og Aron Ernir líka Smile Guðlaug hitti Köru Lind og léku þær sér saman á meðan Aron Ernir sat bara í makindum sínum í göngugrindinni og ældi á staffið í gæslunni Sick Ekki lasin þessi elska, heldur vara hann nýbúinn að teiga heilan pela Smile

Ég tók því bara rólega svona til að byrja með og labbaði bara í 30 mín og tjattaði við Bryndísi á meðan. Þorði nú ekki sprengja vigtina í þetta skiptið, geri það kannski á morgun hehe Cool

En svo að máli málanna !! Aron Ernir 6 mánaða í dag takk fyrir Grin     EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞAÐ EITTHVAÐ??? Nei hélt ekki.... Jú kannski smá Tounge  Vá hvað tíminn flýgur áfram, þetta er ótrúlegt alveg. Maður verður nú kominn undir græna áður en maður snýr sér við, svei mér þá.

Læt þetta duga af bullinu í mér í dag og læt fylgja með eina mynd af afmælisbarninu mínu Smile

IMG_7646 breytt   6 mánaða engillinn minn.

Over and out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er líka ekkert smá stolt af þér að hafa drifið þig af stað, þetta verður fljótt að gerast, ég lofa þér því. Öll vitum við hvað þú ert dugleg, og ef þú ákveður eitthvað þá geriru það með stæl .. þannig að markmiðið er að vera komin í gott form í sumar, já og ekkert múður með það: boltinn er byrjaður að rúlla elskan mín ..

Elmus (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:16

2 identicon

haldakjafti

Dóra (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 22:29

3 Smámynd: ......................

Til hamingju með pjakkinn! Kossar frá Æsu

......................, 11.1.2008 kl. 09:54

4 identicon

Gaman að þú sért byrjuð að bulla aftur

Haltu svo bara áfram að mæta í gymmið, þú getur það ef að ég get það

Silla (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 14:14

5 identicon

Hæ sæta mín og til lukku með nýtt blogg :)

Ég drullaði mér  nú í langann göngutúr í dag, sem er nú afrek í sjálfu sér ;)

Vertu dugleg að blogga og ekki taka mig til fyrirmyndar ;)

Ása (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldóra Sig
Halldóra Sig
Stolt 3ja barna móðir sem ætlar að bulla hér um allt og ekkert..aðallega ekkert
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband