13.1.2008 | 21:25
Erfið helgi....
Úff erfið helgi að baki. Aron byrjaði að fá kvef á Föstudaginn og var ansi pirraður um nóttina. Litla greyið var svo stíflaður að hann gat nú varla bara andað, hvað þá með snudduna sína
Hugsaði nú um að fara með hann uppá læknavakt allan Laugardaginn að kíkja í eyrun hans en barasta var ekki að nenna því fyrir mitt litla líf í því ástandi sem ég var í. Var með svo mikla vöðvabólgu að ég gat ekki hreyft á mér hálsinn og hausverk í stíl
Ákvað nú að drulla mér samt fyrir litla greyið og jújú.. kominn með aftur í eyrun Þannig að ég labbaði þaðan út með lyfseðil handa honum og tilvísun á sjúkraþjálfun handa mér !
Jæja þýðir ekkert að ræða það neitt frekar, nýti mér það nú bara ef ég skána ekkert. Var samt töluvert betri í dag en í gær og er það sjálfsagt nuddinu að þakka sem ég fékk á Föstudagskvöldinu. Takk Elma mín
Ákvað að skella sturtuklefanum mínum í gang áðan og fara með litla kvebbalinginn minn bara í gufu ...Er svo gott að fara í gufu þegar maður er svona stíflaður. Vorum þar bara í nokkar mínútur og lillin vel rauður og heitur og horið lak í stríðum straum.
Jæja, ætlaði bara að henda inn nokkrum línum.. þarf að sinna kvebbalingnum mínum
Over and out
Tenglar
Börnin
- Aron Ernir
- Guðlaug Birta
- Sandra Sif
- Sölvi Fannar
- Sóley Dögg
- Tvíbbarnir Sindri Snær og Sara Ósk
- Tvíburabræðurnir Magnús og Aron
- Kristófer Svavar frændi
- Ásta María frænka
Bloggarar
Afþreying
síður sem ég skoða reglulega
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þið mæðgin hressist sem fyrst
Silla (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:39
Mín var sko ánægjan skal ég segja þér :) duglega stelpa
elman (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.