Færsluflokkur: Bloggar

Smá uppdeit :D

SmileEkki kannski alveg að standa mig í þessum bloggheimi en hér kemur svona eitthvað síðan síðast Tounge

*Litla bjútíbollan mín orðin 7 mánaða Heart

*Gusla búin að fá gubbuna Sick

*Fór á djammið með Sillu og sýndi gamla góða takta í poolinu Grin eða þannig sko....

*Hef ekkert mætt í ræktina síðan fyrir krist Blush ekki alveg að virka sko...

* Ætla að skella mér á Vatnsendablótið á Laugardaginn Wink alltaf að djamma Shocking

*Allt hárið á Guslu klippt Tounge eða svona við axlir....

* Allt að verða kreiisý í naglastússinu.. líka eflaust gott að láta mig negla sig Grin

Annars gengur lífið bara sinn vanagang, vinna, éta og sofa Cool

Tékkið á þessum link.. hrikalega dúllan Smile  http://brackmedia.com/screenclean/

Ætla segja þetta gott í bili og láta fylgja með myndir af Bjútíbollunni minni Grin

20080211182451_10  20080204125211_6   20080211183426_12   20080211174134_1

Over and out Kissing


Sunnudagsleti....

Vá hvað maður getur verið latur svona á Sunnudegi, tala ekki um blíðuna sem er úti.  Maður hefur sko enga löngun til að gera neitt eða fara neitt i þessu ógeðisveðri GetLost

Aumingja mamma og pabbi eru veðurteppt á Egilsstöðum as we speak, áttu flug kl 11 í morgun, en átti að ath með flug núna kl 14. Fóru þangað í gærmorgun að vesenast í málum frænda okkar sem lést á Fimmtudaginn. Hann var bróðir hans afa heitins og mamma mín nánasti ættingi hans, þannig að það er í hennar höndum að sjá um útförina og allar hans eigur með meiru. Ekki auðvelt þar sem hann átti heima á Egilsstöðum og útförin hans verður þar. Frown

Annars ligg ég hér bara á blístri uppí bæli og hef það kósy með lilla mann mér við hlið streinsofnadi. Er svo góð húsmóðir *hóst* að ég skellti kjúllabringum á pönnuna og rjómapiparsósu í pottinn og hafði það hér í hádegismat Cool Allir vel útkýldir og saddir Shocking Svo er náttúrulega nammi í desert Whistling

Skellti mér í langþráða klippingu í gær og litun. Tók bara slatta af hárinu, þvílíkur munur og léttir Smile Er með núna axlasítt og skátopp, alger gelllla .. eða þannig eða svoleiðis ...

Er alveg tóm núna....Over and out

Rakst á þessa á netinu Shocking HVAÐ ER MÁLIÐ ??? Sick

     

                                                                                                    


Varð að henda þessu hérna inn...

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.

Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.

Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.

Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.

Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.

Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari): Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og rassgatið á þér með.

Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
 Mér finnst þetta svo fyndið Grin


Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.

Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.

Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kostur þarf lítið að skeina)

Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.

Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa....

hahahahahahahahaahahaha Grin


Bobbi fiskur hvað?

Þessi maður á nú ekki að fá að hvíla á Þingvöllum þó hann hafi kunnað að spila skák oghana nú !!! Búin að vera hér með lögheimili síðan 2005. Þessi maður á bara skilið að hvíla í almennum garði eins og hver annar maður. Maður verður bara reiður að lesa svona hel.... bull ! Angry


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teknir í rassg....

Ferlegt alveg...var þetta nú samt ekki nokkuð vitað?

Heyrði einhversstaðar spá um leikinn.. önnur hljómaði 31-29 fyrir íslandi og hin var 30-28 Wink Það má segja að þar séu ekki góðar spákonur á ferð Múhahaha Tounge 


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOL

Hann ætti kannski að læra einhverjar aðrar "pikköpp" línur greyið Grin Vinkið er augljóslega ekki hans leið til að ganga í augun á stelpum Tounge

 


mbl.is Missti handlegginn eftir að vinka stelpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að ske?

Það er nú orðið ansi slæmt ef blessuð börnin manns eru ekki óhult í skólanum sínum fyrir þessum helvítis barnaníðingum !! Aumingja barnið að hafa orðið fyrir þessu, segi ekki annað. Það á að taka þessa menn og skjóta þá á færi !! Segi það og skrifa ! Devil
mbl.is Reynt að nema barn á brott af skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið helgi....

Úff erfið helgi að baki. Aron byrjaði að fá kvef á Föstudaginn og var ansi pirraður um nóttina. Litla greyið var svo stíflaður að hann gat nú varla bara andað, hvað þá með snudduna sína Crying

Hugsaði nú um að fara með hann uppá læknavakt allan Laugardaginn að kíkja í eyrun hans en barasta var ekki að nenna því fyrir mitt litla líf í því ástandi sem ég var í. Var með svo mikla vöðvabólgu að ég gat ekki hreyft á mér hálsinn og hausverk í stíl Angry  

 Ákvað nú að drulla mér samt fyrir litla greyið og jújú.. kominn með aftur í eyrun Frown     Þannig að ég labbaði þaðan út með lyfseðil handa honum og tilvísun á sjúkraþjálfun handa mér !

Jæja þýðir ekkert að ræða það neitt frekar, nýti mér það nú bara ef ég skána ekkert. Var samt töluvert betri í dag en í gær og er það sjálfsagt nuddinu að þakka sem ég fékk á Föstudagskvöldinu.  Takk Elma mín InLove

Ákvað að skella sturtuklefanum mínum í gang áðan og fara með litla kvebbalinginn minn bara í gufu ...Er svo gott að fara í gufu þegar maður er svona stíflaður. Vorum þar bara í nokkar mínútur og lillin vel rauður og heitur og horið lak í stríðum straum. Tounge

Jæja, ætlaði bara að henda inn nokkrum línum.. þarf að sinna kvebbalingnum mínum Smile

Over and out


Loksins loksins...

Það voru þung skref, en engu að síður góð skref þegar ég loksins aulaðist í ræktina áðan. Er ekkert smá fegin að hafa drifið mig Happy

Var búin að ákveða það í morgun að ef ég yrði betri í hálsinum(vöðvabólga) þá skyldi ég nú bara drulla mér og ekkert múður! Svo var hringt frá leikskólanum kl 15 í dag og okkur tilkynnt að Guðlaug væri orðin lasin,þannig að ég varð bara voða "fegin", því þá "kæmist" ég ekkert í ræktina Blush Haldiði að maður sé í lagi EÐA HVAÐ? Whistling

En sem betur fer þá varð múslan mín bara hress fljótlega og vildi endilega drífa sig í ræktina með mömmslu sinni, þannig að við bara drifum okkur og Aron Ernir líka Smile Guðlaug hitti Köru Lind og léku þær sér saman á meðan Aron Ernir sat bara í makindum sínum í göngugrindinni og ældi á staffið í gæslunni Sick Ekki lasin þessi elska, heldur vara hann nýbúinn að teiga heilan pela Smile

Ég tók því bara rólega svona til að byrja með og labbaði bara í 30 mín og tjattaði við Bryndísi á meðan. Þorði nú ekki sprengja vigtina í þetta skiptið, geri það kannski á morgun hehe Cool

En svo að máli málanna !! Aron Ernir 6 mánaða í dag takk fyrir Grin     EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞAÐ EITTHVAÐ??? Nei hélt ekki.... Jú kannski smá Tounge  Vá hvað tíminn flýgur áfram, þetta er ótrúlegt alveg. Maður verður nú kominn undir græna áður en maður snýr sér við, svei mér þá.

Læt þetta duga af bullinu í mér í dag og læt fylgja með eina mynd af afmælisbarninu mínu Smile

IMG_7646 breytt   6 mánaða engillinn minn.

Over and out


Hahahaha...

Ef þessi er ekki seinheppinn þá veit ég ekki hvað Grin Gott að kvikindið náðist Wink  Múhahahaha


mbl.is Óheppinn brotamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Halldóra Sig
Halldóra Sig
Stolt 3ja barna móðir sem ætlar að bulla hér um allt og ekkert..aðallega ekkert
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband